Kraftaverk í sjónvarpi

Punktar

Ríkissjónvarpið tók í gærkvöldi þátt í forheimskun þjóðarinnar með þætti um vestrænar kraftaverkalækningar. Þátturinn The Living Matrix var kynntur sem heimildamynd, en var nánast samfelldur ímyndanavefur. Aldrei hefur verið vísindalega sýnt fram á virkni kraftaverkalækninga. Þessi mynd sérstaklega hefur sætt harðri gagnrýni erlendis fyrir linnulaust bull undir yfirskini hjáfræða. Beinlínis lífshættulegt er að hvetja fólk til að leggja trúnað á kraftaverk gegnum síma eða með samtali við sjúkdóma. Ríkissjónvarpið á ekki að leggja sitt lóð á vogarskál hjáfræða og kraftaverka handa trúgjörnum.