Sum tímarit hafa fókus, hafa því áskrifendur og eru traust til langs tíma. Svo sem Gestgjafinn og Hús & híbýli. Önnur reiða sig á frábæran ritstjóra, sem dregur að lausasölu, þótt fókus sé víður. Dæmi um það eru Ísafold og endurreist Mannlíf. Ef hann hættir, má ætla, að tímaritið hrynji. Þetta las ég úr fundi í gær. Hann héldu nemendur mínir á námskeiði í RITSTJÓRN með jöxlunum Reyni Traustasyni og Mikael Torfasyni. Þeir voru að svara þessu: Á fókus tímarita að vera víður eða þröngur? Kennslubókin mælir með þröngum fókus. En manískir ritstjórar geta sem kraftaverkamenn notað víðan fókus.