Kraftaverkamaður kominn

Punktar

Nokkrir íslenzkir ofsatrúarsöfnuðir, sem sumir hverjir styðja eindregið hryðjuverk Ísraels í Palestínu, hafa fengið hingað til lands kraftaverkamann, sem að hætti Krists í biblíunni lætur blinda sjá og halta ganga, samkvæmt heilsíðu blaðaauglýsingu. Í sjónvarpsviðtölum segir safnaðarfólk árangur lækninganna vera kraftaverk, enda er maðurinn afkastameiri en frelsarinn sjálfur var. Eðlilegt framhald árangursins er, að kraftaverkamaðurinn verði fenginn til að taka að sér íslenzka heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Landlæknir telur hins vegar líklegt, að kraftaverkamaðurinn sé að vasast á verksviði lækna og geti haft skaðleg áhrif, ef safnaðarfólk lætur sér nægja kraftaverkin ein.