Bezt færi á, að Blaðamannafélagið sjálft léti kanna aðkomu fjölmiðlunga að skilningsleysi kjósenda í fyrravor. Komust helztu loforðasmiðir upp með að svara engu um framkvæmd loforða sinna? Loddarinn svalasti var ekki látinn útskýra, hvernig yrði „einfalt“ að framkvæma loforð hans. Spurning er, hvort blaðamenn hafi vikið frá góðri starfsvenju með því að láta loddara vaða á súðum. Erlendis hefðu starfsbræður þeirra spurt nánar út í loforðin. Það ætti að vera tiltölulega „einfalt“ að kanna frammistöðu fjölmiðla að þessu leyti. Vont er, ef blaðamenn gera sig samábyrga í forheimskun kjósenda.