Kratar í grænum sjó

Punktar

Kratar fengu slæma útreið í kosningum til Evrópuþingsins. Í löndum þar sem þeir eru við stjórn og í löndum þar sem þeir eru í stjórnarandstöðu. Brezkir kratar fengu 16% atkvæða, franskir 16%, þýzkir 21%, pólskir 12%, hollenzkir 12%, sænskir 24% og ítalskir 26%. Aðeins spænskir kratar náðu frambærilegri kosningu, 38%. Sigurvegarar voru frjálshyggjuflokkar, grænir flokkar og ýmsir jaðarflokkar. Meirihluti frjálshyggjuflokka efldist og José Manuel Barroso frjálshyggjumaður verður endurkosinn framkvæmdastjóri til fimm ára. Vilja íslenzkir kratar lenda í hafsjó róttækra hægri sjónarmiða í Evrópu?