Kreppur eru gamalkunnar

Punktar

Brezki sagnfræðingurinn Philip Kay telur fjölþjóðakreppur gamlar í hettunni. Ein slík hafi orðið 88 árum fyrir Krist á valdsvæði Rómverja. Kreppan varð þá vegna styrjaldar Rómverja við Míþridates VI, konungs í Pontus við Svartahaf. Míþridates réðist inn í vesturströnd núverandi Tyrklands og þurrkaði upp myntir svæðisins. Það leiddi til peningakreppu í Rómaborg og rifrildis um, hvort halda mætti stríðinu áfram. Efnahagslífið í borginni byggðist þá þegar á lánveitingum. Þær fjöruðu út eins og þær hafa nú gert. Cicero ræðusnillingur var sá fyrsti, sem sá samhengi í stöðu ýmissa mynta.