Kristilegt ofstæki

Punktar

Prófessor í kirkjusögu í Oxford, Diarmaid MacCulloch, segir í dag í grein í Guardian, að trúarofstæki stuðningsmanna George W. Bush sé hliðstætt hreyfingum fyrir mörgum öldum, þegar menn ímynduðu sér, að endurkoma Krists og heimsendir væru í nánd og vildu búa sig undir það. Hann skýrir harðan stuðning kristinna ofstækismanna og bandarískra stjórnvalda við Ísrael sem skref að sinnaskiptum gyðinga í samræmi við heimsenda- og endurkomuspá frá 19. öld. Hér á landi eru til fámennir sértrúarsöfnuðir á þessari ofstækislínu og reka þeir sérstaka sjónvarpsstöð til að afla henni fylgis.