Kristin og íslömsk remba

Punktar

Kristni var fyrstu aldir einkum kvenleg trú þræla og fátæklinga í Rómarveldi. Þá mótuðust guðspjöll og ekki tiltakanlega karlrembd Maríutrú. Remba kom síðar inn, þegar kirkjan varð pólitísk. Íslam hins vegar var einkum trú stríðsmanna úr eyðimörkinni. Hún ræktaði karlrembu þeirra. Löngu síðar losuðu vesturlönd sig við pólitískt vald kirkjunnar og hófu ferð til lýðræðis og mannréttinda. Lönd íslams hafa aldrei farið gegnum þá endurreisn, upplýsingabyltingu og yfirtöku lýðsins á pólitíkinni. Lýðræði hefur aldrei þrifizt í heimi múslima. Kristin karlremba er jaðarmál hér, en karlremba múslima er miðlægt fyrirbæri.