Kristján Þór Júlíusson hagar sér eins og framsóknarráðherra. Segir blákalt, að svart sé hvítt. Sagði hækkun komugjalda á heilsustöðvar ekki vera hækkun. Í fylgiskjölum fjárlagafrumvarps sé góður vilji til að bæta hag fólks. Þetta er gamla lumman: Ég er svo góðviljaður, að ég má lemja þig, það tekur meira á mig en þig, að ég skuli þurfa að lemja þig. Verst við ruglið er, að í fyrsta skipti í stjórnmálasögu landsins nota ráðherrar skipulega Newspeak: Stríð er friður, minnkun er stækkun, hvítt er svart. Fávísir kjósendur fagna líklega. Pólitíkin komin á sitt lægsta plan. Svo kalla bófarnir á samstöðu.