Kristrún Heimisdóttir fer skakkt með númer IceSave samninganna. Hún gleymir þeim, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og ríkisstjórn hennar gerðu. Það var IceSave númer I. Það, sem Kristrún kallar IceSave I og II eru í rauninni IceSave II og III. Við erum núna að fara í IceSave númer IV. Það hentar Kristrúnu að gleyma IceSave númer I, því að sá samningur gaf tóninn um það, sem síðan fylgdi. Kristrún er með þessu að beina athyglinni frá aðild sinnar lénsfrúar að upphafi IceSave hengingarólarinnar. Fólk, sem skrifar um þessi mál, hefur oft einhverra hagsmuna að gæta. Kristrún er engin undantekning.