Ég er sammála Ólafi F. Magnússyni í borgarmálum. Það stuðar mig hins vegar, hversu sjálfmiðjaður hann er. Alltaf að hugsa og tala um sjálfan sig. Samt hefur hann engan skráp í líkingu við aðra stjórnmálamenn. Hann talar um, að hinir og þessir ofsæki sig. Hann sér óvini í skúmaskotum. Sem er bara ekki rétt. Það fer ekki saman að vera sjálfmiðjaður og skráplaus. Hann réðist með dónaskap á DV fyrir ljómandi góða grein. Þar var ekki reynt að gera lítið úr honum eða níðast á honum fyrir veikindi. Skrítið er, að pólitíkus með metnað og í valdastreitu tali um sjálfan sig sem eins konar Jesú Krist.