Kristur í kóraninum

Punktar

Múslimar líta á Krist sem spámann. Fornar moskur þeirra eru þaktar tilvitnunum í orð hans úr guðspjöllunum eins og við þekkjum þau og úr fleiri kristnum helgiritum, sem miðaldakirkjan hafnaði á kirkjuþingum. Í kóraninum er Kristur kallaður messías, spámaðurinn, orð og andi guðs. Þar er Kristur að vísu talinn maður en ekki guð, eins og raunar ýmsir kristnir söfnuðir gerðu snemma á miðöldum, þegar íslam varð til. William Dalrymple heldur því fram í Guardian, að kristinn miðaldamunkur frá Miklagarði, sem kæmi til nútímans, mundi kannast betur við messur íslamskra súfista en bandarískra ofsatrúarpresta. Ekki er eins langt milli kristni og íslams og margir halda.