Krónan er enginn gjaldmiðill

Punktar

Hin óvinsæla verðtrygging mun ríkja hér á landi, unz við fáum trausta krónu eða evru. Meðan við notum matador-seðla, sem enginn treystir, verður að miða verðgildi skulda við eitthvað traustara. Annars lána menn ekki. Krónan er brúkleg til að rýra kjör þjóðarinnar á erfiðum tíma. En hún hefur ekki verið neinn gjaldmiðill um áratugi. Hún er enginn hornsteinn í peningamálum. Þess vegna er bezt að taka upp evru. Hún sveiflast lítið og gerir verðtryggingu óþarfa. En hún krefst líka hagstjórnar. Pólitíkusar ráða ekki við hagstjórn og vilja gengislækkanir í stað hennar. Það er hinn stóri vandi Íslendinga.