Íslandi er þessa daga stjórnað af fúskurum, sem kunna ekki manngang fjármála og efnahagsmála. Þeir halda, að krónan hafi bjargað landinu. Þvert á móti gagnaðist hún aðeins kvótagreifum, aðrir sættu óbættu tekjuhruni. Enn er hún í gjörgæzlu. Orka fúskaranna fer í að vernda hana, sjá gjaldeyrishöft. Erum ekki búin að bíta úr nál hrunsins. Engin leið opnaðist úr krónugildrunni. Ekkert frambærilegt plan er um afnám gjaldeyrishafta. Afturkarlarnir fluttu okkur í ástand, sem var fyrir Viðreisn. Gengi krónunnar er meira eða minna handstýrt í Seðlabankanum. Og krónan er endalaus myllusteinn um háls okkar.