Seðlabankinn hefur fattað, að krónan er ósjálfbær. Hvernig sem skil gömlu bankanna verða eða þeir gerðir gjaldþrota. Í Öllum tilvikum verður mikil eftirspurn gjaldeyris. Hins vegar er bara til takmarkað magn af útlendum alvörupeningum. Hagstæður viðskiptajöfnuður dugar aldrei til að greiða niður verðlausar krónur, sem menn vilja losna við. Fyrir utan evru er eina leiðin út úr vítahring krónunnar að skipta henni út fyrir nýkrónur. Fordæmið er hjá Þjóðverjum eftir stríð. Háar fjárhæðir í gömlum mörkum voru keyptar með 90% afslætti, en lágar fjárhæðir á fullu verði. Þannig reis Þýzkaland úr ösku.