Krónan er þjóðremba

Punktar

Hæstaréttardómurinn um útgreiðslu eigna í krónum skapar möguleika í náinni framtíð. En einnig fylgir ýmis framtíðarvandi. Guardian segir Landsbankann hafa í London hótað gjaldþroti, fái hann ekki lengd lán. Nú telja erlendir bankar, að gjaldeyrir, sem fer hingað, frjósi inni í krónum. Um leið sitja kröfuhafar uppi með krónur, sem þeir geta ekki skipt vegna gjaldeyrishafta. Að öllu samanlögðu hindrar þetta, að ríki og bankar fái gjaldeyri að láni. Ísland fer á svartan lista og verður svo um fyrirsjáanlega framtíð. Vegna þeirrar firru, að krónan sé nothæfur gjaldmiðill. En hún er bara þjóðremba.