Misskilningur hefur grafið um sig hjá almannatengli, sem sér um áróður í umferðarmálum. Lengi hefur risastór kross ofan við Litlu Kaffistofuna talið andlát í umferðinni. Nú eru komnir víða um Reykjavík borðar, þar sem fólk er hvatt til að drepa ekki sig og aðra í umferðinni. Þessir borðar eru allir samvizkusamlega merktir krossi, tákni kristinnar kirkju. Almannatengill umferðarmála virðist telja, að krossinn sé tákn dauðans. Biskupsstofa þarf að senda þessum aðila bréf með skýringum á tákninu, svo að við getum losnað við, að rangur skilningur á krossi breiðist út í landinu.