Krossgötur frelsis

Punktar

Hannes H. Gissurarson hafði nokkur áhrif á Davíð Oddsson, þegar hann var að rústa bönkunum með einkavinavæðingu. Hannes hefði þó sennilega heldur kosið einkavæðingu að hætti frjálshyggju. En varð að velja milli Davíðs og Sannrar frjálshyggju. Davíð fór víðar út af spori með skattagleði og forsjárhyggju. Er hann rústaði síðan Seðlabankanum í ofanálag bankanna, var Hannes orðinn næsta þögull. Menn vissu ekki lengur, hvað frjálshyggja var, markaðshyggja eða Davíðska. Vitum, að Davíð greifavinur vill ekki markaðsvæða kvótann með uppboði veiðileyfa. Hver er nú lína Hannesar í boðuðum fyrirlestrum fjórum?