Í Sýrlandi voru krossgötur fornaldar. Þangað lágu leiðirnar austan frá Írak, sunnan frá Egyptalandi, norðan frá Tyrklandi og vestan frá hafþjóðum grísku eyjanna. Fyrstu borgir heims urðu til í Sýrlandi og þar var fyrst tekið upp stafróf. Öldum og árþúsundum saman var Sýrland eitt mesta menningarsvæði og viðskiptamiðstöð heimsins. Þeim mun grátlegra er, að geðveikur augnlæknir frá Bretlandi hefur breytt landinu í helvíti. Dólgar hans stunda fjöldamorð á borgurum landsins og sprengja menningarminjar landsins í loft upp. Allt í boði Rússlands og Kína, sem raunar eru helztu vinátturíki forseta Íslands.