Krossgötur í heiðinni

Punktar

Við erum á krossgötum hér inni í heiðinni á Kaldbaki. Í gær komu þrír hópar hestamanna og í dag voru þeir þrír. Nánast hverja nótt gista hestar hér í högum. Heldur er að birta í uppliti hestamanna, hestar eru frískir og engir hafa drepizt. Vinsælust er leiðin með Laxárgljúfrum að Helgaskála á afrétti Næst er leiðin um Fagradal og Brúarhlöð í Tungur, Íshestar vikulega. Minnst fara menn yfir Stóru-Laxá og upp í skálann í Hallarmúla. Engar slóðir, sem gætu freistað jeppamanna. Bara tærar reiðleiðir. Svo les ég um göngufasisma. Er að hugsa um að svara í sömu mynt, banna umferð gangandi fólks á svæðinu.