Þótt ég styðji aðild Íslands að Evrópu, er ég ósáttur við Evrópusambandið. Lýðræði er lítið, til dæmis er Evrópuþingið valdalítið, getur ekki lagt fram frumvörp. Of mikið embættisræði, skriffinnar hafa helming af samanlögðum völdum. Að öðru leyti er valdið í höndum ráðherra frá aðildarríkjunum. Samt gerir sambandið fína hluti. Stuðlar að friði í Evrópu, ræktar fríverzlun og losar þjóðir við ónýta gjaldmiðla. Helzti galli þess er, að kontóristarnir skilja ekki, að fólk mun áfram hata þá. Þangað til fólkið fær sjálft að hafa sýnileg áhrif á framvinduna. Mundi gerast með stórauknum völdum þingsins.