Ungt fólk getur hvorki keypt né leigt sér húsnæði, því að almenn láglaun eru of lág. Allt of lág. Í samanburði við norðurlönd eru þau fráleit. Augljósa leiðin til úrbóta er að hækka laun verulega. Það gera ekki hin hefðbundnu fjórflokks stjórnmál. Þau reyna heldur að láta ríkið niðurgreiða launakostnað fyrirtækja. Nú er enn að hefjast umræða um, hvernig það skuli gerast. Helzt er talað um að niðurgreiða verktaka í byggingum. Pólitíkin er frosin í úreltum millifærslum. Búin að koma freka gróðaliðinu upp á að segja blátt nei við einföldu réttlæti. Afleiðingin er illa rekin pilsfalda-fyrirtæki, sem halda niðri lífskjörunum.