Eiríkur Jónsson telur, að lestur á Séð & heyrt hafi aukizt mjög við að miða efnið við eldra fólk. Ég samfagna Eiríki og tel, að stefnan sé rétt. Engin skynsemi er í að gera að markhópi þær ungu kynslóðir, sem ekki vilja kaupa fréttir. Löngu eftir að ég var hættur í dagblaðastússi kom ég nokkra mánuði að DV. Það var þá eindregið skrifað fyrir krúttin. Ég taldi það fásinnu og fékk nokkurn hljómgrunn. Vandinn var hins vegar, að hæfileikafólkið, sem þar starfaði, hentaði skrifum fyrir krúttin. Hafði hins vegar ekki vald á vinnu við rannsóknir í pólitík, sem var minn draumur. Tilraunin gekk því of hægt. Síðar fór Reynir Traustason rösklega þá sömu leið og það hefur gengið betur.