Afmælisveizla mín í Austur-Indíafélaginu: Ég er veikari fyrir indverskum mat en öðrum kryddmat. Á því sviði ber þessi staður af öðrum eins og gull af eiri. Sá eini með ekta tandoori-leirofn. Raunar í flokki fimm beztu matstaða landsins. Fengum fyrst tandoori-grillaðan humar sterkkryddaðan með engifer og garam masala. Svo og lax í bananatrésblaði og sterkt krydleginn í blöndu af chili, kumin, kóríander, túrmerik og engifer. Í aðalrétt gamalt uppáhald, tandoori-grillaðan kjúkling með engifer, kumin, kardimommum og negul. Svo og tandoori-grillað lamb, sterkt kryddlegið í chironji, cashew, kumin og chili. Allt ofsasterkt og skemmtilegt. Vakti síðan hálfa nóttina, vel þess virði.