Kúgaði sjónvarpskarlinn

Punktar

Skoðanafasismi gengur svo langt á Íslandi, að fólk krefst þess hópum saman að gagnrýnendur verði reknir úr vinnunni. Jafnvel sjónvarpsfólk heimtar, að Hildur Lilliendahl verði rekin úr vinnunni hjá Reykjavíkurborg fyrir hraustleg ummæli um vanda kvenna. Ætti sjónvarpsfólk þó að vita, að þetta er fasistakrafa. Í ríki lýðræðis á fólk að hafa leyfi til hraustlegra skoðana, án þess að þurfa að sæta atvinnuofsóknum. Hildur sagði, að sér væri: „skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhommann með alla sjónvarpsþættina.“ Ég sé ekki betur en að þessi orð hæfi mjög vel vandanum, sem hún talar um.