Fjölmiðlafræði er fræðigrein, sem fjallar um fjölmiðla sem vandamál. Hún er grein af meiði vandamálafræða. Hún ræðir um kynjamisrétti, hliðvörzlu og fleira skemmtilegt. Gott er að fá slíka fræðinga, kannski tvo-þrjá árlega. Kannski fá þeir kaup einhvers staðar. Á sama tíma þurfa fjölmiðlar ekki tvo-þrjá blaðamenn árlega, heldur tuttugu-þrjátíu. Þeir þurfa að kunna textastíl. Þeir þurfa að kunna rannsóknir. Þeir þurfa að kunna ritstjórn fjölmiðla. Þeir þurfa að kunna nýmiðlun. Þeir þurfa að sjá, hvernig ekkert stendur kyrrt í faginu. En þeir þurfa ekki að kunna mikla vandamálafræði.