Tvær konur, sem störfuðu á sviði héraðsdómstóla, sögðu af sér samvizku sinnar vegna. Áslaug Björgvinsdóttir hætti sem héraðsdómari, þegar það rann upp fyrir henni að hún treysti ekki lengur dómskerfinu. Hún telur að slæmir misbrestir séu á stjórnsýslu og innra eftirliti dómsvalds. Elín Sigrún Jónsdóttir var framkvæmdastjóri dómstólaráðs í áratug. Hún hætti í kjölfar harðra deilna við tvo ráðsmenn. Þau hófust, þegar hún hvatti til, að íslenskir dómstólar þægju aðstoð Norðmanna við að betrumbæta stjórnsýslu og starfshætti . Hreinsa þarf til í héraðsdómi, reka gömlu karlana, sem stýra Kunningjaveldi dómstólanna.