Einu sinni vildi ég taka út peninga úr sjóði. Starfsmaðurinn var með múður og taldi takmörk á slíku. Ég sagði honum, að þetta væri tilskipun mín um meðferð peninga minna. Hann sagðist athuga, hvort hægt væri að verða við “ósk” minni. Ég tjáði honum, að þetta væri engin ósk, heldur tilskipun mín. Svona er víða hugsun starfsmanna í þjónustugreinum. Þeim finnst kúnnarnir vera betlarar. Verst er þetta í bönkum, en einnig vont í fluginu. Talsmaður Iceland Express sagði kúnna geta “óskað” þess að fá endurgreidda farseðla í aflögðu flugi. Þeir þurfa ekki að óska þess, því að það er þeirra réttur.