Kúra undir pilsfaldinum

Punktar

Flugfélög vilja lendingar úti á landi, borgi skattgreiðendur brúsann. Samtök ferðaþjónustunnar mæla eindregið með þessum pilsfaldi. Kátlegasta dæmið um, að forstjórar hér eru ófærir um að sjá út fyrir pilsfaldinn, þar sem þeir kúra. Nánast allt framtak á Íslandi felst í að misnota skattgreiðendur, einkavinavæða menntaskóla og sjúkrahótel með tilheyrandi okri á notendum. Einkavinavæðing ríkisstofnana hefur skapað ömurlegustu fyrirbæri landsins, svo sem Strætó og Isavia. Það eina, sem þetta lið undir pilsfaldinum kann í rekstri er að hirða arð, borga fólki skítakaup og segja kúnnann ætíð hafa rangt fyrir sér.