Kurfürstendamm sjokkið

Punktar

Þegar Egill Helgason er í Nýju-Berlín fer hann sjaldan til Vestur-Berlínar. Segir í blogginu, að Kurfürstendamm sé of lík verzlunargötum vesturlanda. Það er rétt lýsing á götunni, sem fyrir hrun múrsins var höfuðgata Vestur-Berlínar. Ég vil samt taka upp hanzkann. Þegar ég var þar við nám var gatan auglýsing fyrir vestrænan markaðsbúskap mitt í skít og eymd austursins. Krárnar voru opnar allan sólarhringinn og vínið var við hliðina á mjólkinni í búðunum. Ég mann enn Kempinski hótelið og matsölustaðinn Aschinger. Það var menningarsjokk að koma þangað úr fátækri Eysteinskunni hér heima.