Hvorki Björt framtíð né þingframbjóðendur hennar bjóða neina málefnaskrá svo heitið geti. Hins vegar er nokkuð um yfirlýsingar um kurteisi í stjórnmálum. Svo sem um fráhvarf frá átökum og rifrildi, sem engu skili. Endurómar stöðu Guðmundar Steingrímssonar á Alþingi. Hafði fátt til mála að leggja, en tók ekki þátt í upphlaupum og æsingi. Björt framtíð minnir líka á Bezta flokkinn í Reykjavík, sem fáu vildi lofa, en hefur sýnt mannasiði. Enda er framáfólk í Bezta flokknum áberandi í Bjartri framtíð. Eftir eitt kjörtímabil af gargi á þingi er pláss fyrir Gnarrista-flokk, sem leggur áherzlu á kurteisina.