Kurteisi í New York

Punktar

Mannasiðir eru betri í New York en í öðrum heimsborgum. Þar er meira um, að fólk segi “takk”, haldi dyrum opnum fyrir öðrum og hjálpi þeim að tína upp blöð, sem þeir hafa misst á götuna. Þetta er samkvæmt rannsókn Reader’s Digest í 35 borgum heims. New York fékk 8 í einkunn, Zürich í Svissw 7,7, Toronto í Kanada 7 og Berlín 6,8. Efst á Norðurlöndum er Stokkhólmur með 6,3. Hinar gömlu menningarborgir París og London eru í miðjum klíðum með 5,7. Moskva er nálægt botninum með 4,2. Neðst eru Búkarest í Rúmeníu með 3,5 og Bombay í Indlandi með 3,2. Reykjavíkur er ekki getið.