Engum þarf að koma á óvart, að Björt framtíð fer í ríkisstjórn með bófum. Hún hefur aldrei haft neina stefnu af hefðbundnu tagi. Allt frá tíma Guðmundar Steingrímssonar hefur flokkurinn mælt með, að menn hætti að rífast. Verði vinir eins og Dýrin í Hálsaskógi. Forustufólk flokksins hefur lagt áherzlu á að vera kurteist og forðast æsing. Það var alveg eins til í fimm flokka stjórn núverandi stjórnarandstöðu eins og þá hægri stjórn sem varð svo niðurstaðan. Eða í hvaða stjórn sem er. Ég hefði aldrei getað hugsað mér að kjósa svona flokk í því ástandi, sem hér hefur ríkt í aldarþriðjung. Bófar voru og verða við völd. Þeim þarf að sparka út í yztu myrkur. Björt framtíð gerir slíkt aldrei, núll og nix.