Kúskel minnir á ostrur

Veitingar

Kúskel er veidd frá Þórshöfn á Langanesi og seld til matar á veitingahúsinu Eyrinni. Tvær súpur eru í boði, ekki merkilegar. Sú lakari er eins og beikon á bragðið og hin betri eins og baunasúpa. Kúfiskur er of bragðmildur fyrir súpu. Betri er ferska kúskelin. Hún er opnuð með því að hita hana og fiskurinn síðan borðaður úr skelinni. Hann minnir á ostru, er meyr og bragðmildur, beztur með dropa af sítrónu. Í súpu verður hann hins vegar seigur, nema hann sé tættur í blandara, svo sem gert er á Eyrinni. Einn bátur á Þórshöfn er á kúskel, kemur daglega inn með ferska skel í matinn.