Kúskerpi

Frá Stapa í Lýtingsstaðahreppi eftir Laugardalsvegi 754 og yfir Héraðsvötn að Kúskerpi og Silfrastöðum í Akrahreppi.

Þetta er leiðin, sem hestamenn fara nú á tímum yfir Héraðsvötn á vaði. Einnig er farið nokkru sunnar, milli Kúskerpis og Silfrastaða. Héraðsvötn dreifast víða og eru reiðfær á mörgum stöðum, ekki bara á formlegum vöðum.

Förum frá Stapa norðan við Hellisás og tökum stefnuna beint austur á Kúskerpi handan Héraðsvatna. Síðan eftir slóð frá Kúskerpi suðsuðaustur um Uppsali og eftir gamla þjóðveginum suðaustur um Bólu að Silfrastöðum.

6,0 km
Skagafjörður

Ekki fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Vindheimar, Norðurárdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Magnús Pétursson