Horfi í baksýnisspegilinn og sé, að ég hef skrifað oft fallega um veitingar á Íslandi. Þær eiga það skilið, endurspeglar metnað kokka og veitingamanna. Þeir standa vel undir árlegri fjölgun ferðamanna og eru landinu meira til sóma en flestir aðrir. Ekki er þó allt fullkomið. Alltof mikið salt er notað í matreiðslunni, stundum óbærilega mikið. Þetta er örugglega kennt í skóla. Of lítið framboð er af fiski dagsins. Matsölustaður kallar sig Fiskmarkaðinn og hefur samt engan fiskrétt dagsins á boðstólum, hámark ósvífninnar. Heiti eiga ekki að vera út í loftið, hvorki heiti matstaðanna né heiti réttanna.