Hataða Evrópusambandið kvelur okkur. Neyðir okkur til að taka upp ljósaperur, sem nota tæpan helming rafmagnsins, sem við notuðum áður Neyðir okkur til að fá skaðabætur, þegar áætlunarflugi seinkar. Neyðir okkur til að nota kæliskápa, sem nota fjórðung rafmagnsins, sem við notuðum áður. Neyðir okkur til að hætta notkun ýmissa stórhættulegra eiturefna, sem okkur þótti svo vænt um. Neyðir snyrtivörugerðir til að hætta notkun eiturefna. Bannar bændum að nota vinsælt eitur af ýmsu tagi. Svo ekki sé talað um ryksugurnar og svo framvegis. Þetta vonda Evrópusamband abbast upp á okkar fullvalda þjóð. Sjá grein í GUARDIAN.