Nú hafa seðlabankastjóri og hæstaréttardómari verið skipaðir gróflega flokkspólitískt, annar framsóknarmaður og hinn sjálfstæðismaður. Þannig verða opinberar stofnanir lélegar á Íslandi. Þeir, sem ekki eru sáttir við þetta, eru hvattir til að beina kvörtunum sínum til þeirra, sem þeir telja vera kjósendur ofangreindra stjórnmálaflokka. Slíkum kjósendum er um að kenna, að þriðja heims siðleysi ríkir villt og galið í stjórnmálum landsins. Slíkir kjósendur fara fjórða hvert ár í gáfnapróf og falla alltaf.