Kvartið beint við Jón

Punktar

Óhóflegur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er mest einum ráðherra Vinstri grænna að kenna. Þótt landsfundur flokksins kveini og kvarti. Jón Bjarnason lét undir höfuð leggjast að taka auðlindagjald af makríl. Það er þó gert af skötusel og Færeyingar bjóða makrílkvóta beinlínis út. Ólína Þorvarðardóttir bendir á, að ríkið verði þannig af níu milljörðum króna á hverju ári. Það er mun meira en nóg til að ná blóðinu úr niðurskurði til heilbrigðismála. Vilji vinstri grænir andmæla niðurskurðinum, ber þeim að snúa sér að ráðherra sínum. Ég sé ekki af fundarfréttum, að Vinstri grænir hafi fattað þetta.