Fréttablaðið sveiflar sér snögglega í dag yfir á jaðar þjóðrembunnar. Ólafur Stephensen skorar á forsætis að láta helvítis útlendingana, sem plaga okkur, heyra það. Hann hefur einkum tvennt út á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn að setja. Í fyrsta lagi er það „kvenmaður“, sem flytur okkur athugasemdir sjóðsins. Í öðru lagi hefur kvenmaðurinn nafn, “sem byrjar á zetu“. Þið vitið, að hvort tveggja er afar óþjóðlegt, kvenmenn og zeta. Ritstjórinn vill ekki hlusta á sjóðinn, hafi aldrei „ráðið Íslendingum heilt“ og ekkert gert „til að hjálpa okkur“. Ómar sem englasöngur í eyrum þjóðrembinga. Verði ykkur að góðu.
(Við nánari skoðun er Ólafur líklega að gera grín að þjóðrembu forsætisráðherra. Afsakið framhleypni mína)