Frá Krepputungu sunnan Upptyppinga um Lönguhlíð að Sigurðarskála í Kverkfjöllum.
Kverkfjöll eru þriðji hæsti fjallabálkur landsins á eftir Hvannadalshnjúk og Bárðarbungu. Skarphéðinstindur er í 1936 metra hæð. Ennfremur er þetta ein af virkustu eldstöðvum landsins. Hér hafa orðið um tuttugu gos frá landnámi. Sögur fara af fáum þessara gosa, af því að staðurinn er afskekktur. Kverkfjöll skiptast í eystri og vestri fjallabálka umhverfis Kverkina með miklum hamraveggjum. Þar má finna mikla íshella, sem orðið hafa til í samspili íss og jarðhita.
Byrjum á mótum þjóðvega F910 og F902 í Krepputungu sunnan Upptyppinga. Förum suður eftir þjóðvegi F902 um Krepputungu, vestan við Rifnahnjúk og vestan Lindafjalla. Síðan hjá Kverkhnjúkaskarði og vestan Roðafells og Karlfells suðvestur að Sigurðarskála.
34,5 km
Austfirðir
Skálar:
Sigurðarskáli: N64 44.850 W16 37.890.
Jeppafært
Nálægar leiðir: Hvannalindir, Upptyppingar, Vatnajökulsvegur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort