Kvígildi flokka í bankaráð

Punktar

Ríkisstjórnin hefur ekkert lært og engu gleymt. Ætlar að hafa ný bankaráð eins og hin gömlu. Gagnrýnendur gamla bankakerfisins eru ekki kallaðir til starfa. Ekki heldur fagmenn, sem eru utan stjórnmálaflokka eins og fagmenn eru yfirleitt. Bankaráðin verða í þess stað pólitísk. Sjálfstæðið fær tvö kvígildi í hvert bankaráð, hinir flokkarnir eitt. Þetta er öflugasta staðfesting þess að ekkert hefur í rauninni gerzt. Brennuvargarnir skipa allar eftirlitsstöður kerfisins. Þeir rannsaka sjálfa sig og vini sína, aðra brennuvarga. Spilling er ríkisstjórninni svo eðlislæg, að hún sér hana ekki.