Kvistahryggur

Frá Litla-Langadal að Bílduhóli á Skógarströnd.

Þetta er eins konar efri leið ofan byggða um Skógarströnd, en neðri leiðin er með fjörum. Þetta er land álfa og huldufólks.

Af Litla-Langadal er sögð dæmigerð saga um huldufólk. Guðrún nokkur bjó að Litla-Langadal á Skógarströnd. Almæli var að þar yrði oft vart við álfa og var hóll einn skammt frá túni sem talinn var álfabær. Eitt sinn komu fjárrekstrarmenn undan Jökli og báðu gistingar og húsa fyrir fé sitt. Þeim var vísað á fjárhús en kindurnar vildu ekki inn. Einn rekstrarmaðurinn gekk inn í húsið og sá þar konu rugga barnsvöggu. Hann bað hana að fara svo þeir gætu látið inn fé. Hún tók vögguna undir hönd sér og gekk út um hliðarvegginn. Af Bílduhóli eru líka sagðar huldufólkssögur.

Förum frá Litla-Langadal austur með Háskerðingi og síðan til norðausturs milli hans og Seljafells að suðaustanverðu. Þar komum við í Seljadal. Við förum áfram til norðausturs, norður fyrir Kvistahrygg, og síðan til austurs, sunnan við Vörðufell, langleiðina að Bílduhóli. Að lokum beygjum við til suðausturs og komum á þjóðveg 55, þaðan sem er stutt leið að Bílduhóli.

13,8 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Flatnavegur, Heydalur, Skógarströnd.
Nálægar leiðir: Litli-Langdalur, Sátudalur, Háskerðingur, Valshamar.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Glaður, hestamannafélag