Kvótagreifar skaffa ekki

Punktar

Eins og ýmsir fleiri virðist Páll Magnússon halda, að kvótagreifar skaffi okkur sjávarútveg og vinnu við sjávarútveg. Það er rangt, ef einhver skaffar þetta, þá er það ríkið, sem úthlutar kvótanum. Ekki verður minna af störfum í sjávarútvegi, þótt kvótagreifum sé kippt út úr dæminu. Í markaðshagkerfi er sjálfgefið að bjóða upp kvótann og leigja hann hæstbjóðandi. Þá þarf ekki að rífast um, hverjir séu hversu mikið nytsamlegir. Markaðurinn leiðir það bara sjálfkrafa í ljós. Hlægilegt er, að flokkar, sem teljast vera til hægri í pólitíkinni, eru gersamlega andvígir markaðshagkerfi í sjávarútvegi.