Kvótamálið er einfalt

Punktar

Kvótamálið er ekki flókið. Það er með einföldustu málum. Alþingi staðfestir bara að þjóðin eigi kvótann, ekki kvótagreifarnir. Fyrir hönd þjóðarinnar býður stjórnarráðið út kvótann til hæstbjóðandi til eins árs í senn. Verð kvótans ræðst af tilboðum á markaði, ekki af stjórnvizku fávita. Þetta er afar einföld aðferð og auðskiljanleg. Til þess að drepa þessu á dreif hefur fjórflokkurinn uppi gríðarlega flókna umræðu um alls konar hliðarhopp með hugtökum, sem enginn skilur. Ætlunin er að þyrla ryki yfir kjarna málsins, uppboð veiðileyfa. Reynt er að breyta þjóðarsátt í sátt við kvótaþjófana.