Látum vera, þótt Framsókn gangi allra flokka lengst í sölumennsku snákaolíu. Látum vera, að Framsókn lofi fólki gulli og grænum skógum. Ekkert nýtt. En dokum við, þegar helztu frambjóðendur flokksins grípa til óviðurkvæmilegra hótana. Hvað á Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við, þegar hann segir, að bezt sé að beita kylfunni? Og hvernig dettur Frosta Sigurjónssyni í Arctica í hug að segjast eiga haglabyssu heima? Og hvers vegna tekur Eygló Harðardóttir undir óðra manna rugl? Er eitthvað ekki í lagi hjá Framsókn? Hví eru þeir foringjarnir farnir að tala eins og Framsókn sé “Blut und Boden” flokkur?