Rúmlega þúsund manns kærðu í fyrra kaþólska presta í USA fyrir kynferðilslega áreitni, einkum gagnvart börnum. Alls eru slíkar kærur orðnar yfir tíu þúsund frá upphafi. Kaþólskar kirkjudeildir hafa varið sem svarar 35 milljörðum íslenzkra króna í kostnað við þessi málaferli og skaðabætur í tengslum við þau. Michael Paulson skrifar um þetta í Boston Globe. Kaþólskir prestar verða að vera hreinlífir og mega ekki giftast, sem er sumum um megn. Þetta kerfi gerði páfagarð að heimsveldi, því að niðjamál trufluðu ekki gangverk hans. En með persónulegum hliðaráhrifum.