Páll Vilhjálmsson bendir í bloggi sínu á ónýta kynslóð stjórnenda, 30-60 ára. Þetta er kynslóð græðgisvæðingarinnar. Hún hefur stjórnað fyrirtækjum og stofnunum frá aldamótunum. Hún hefur keyrt okkur út í fenið og mun ekki hala okkur á fast land aftur. Ófært er að hafa slíkt fólk í skilanefndum banka og í fjármálaeftirliti, í stjórnum og forstjórastöðum endurreistra fyrirtækja. Páll vill virkja stjórnendur um sjötugt, sem seztir voru í helgan stein. Endurnýta má hluta af kynslóð græðgisvæðingarinnar með því að senda hana á endurmenntunarnámskeið í viðskiptasiðferði. Ég er sammála Páli.