Kynþáttavandamálið

Punktar

Í þrjá áratugi hefur kynþáttavandamálið einkum verið fólgið í, að ekki megi tala um kynþætti, það sé brot á pólitískum rétttrúnaði, því að kynþættir séu félagslegs en ekki líkamlegs eðlis. Nú segir hins vegar fræðibókahöfundurinn Armand Marie Leroi í New York Times að fræðimenn hafi komizt að raun um, að líkamlegir kynþættir séu í rauninni til. Höfundurinn vísar til umfagnsmikillar greinar í Nature Genetics, þar sem fjallað er um þessa endurheimtu kenningu frá ýmsum hliðum. Svo virðist líka sem heill kynþáttur, Negritos, hafi glatazt í flóðinu mikla í Indlandshafi.