Nú er rétta veðrið til að ræða um koltvísýring og hækkun hitastigs á jörðinni. Við venjulegt veðurfar á fólk erfitt með að skilja, að slík hækkun geti verið annað en þægileg. Á morgun er sá dagur, þegar Kyoto-bókunin um bremsur á koltvísýring tekur formlega gildi. Af ríkjum heims eru aðeins Bandaríkin og Ástralía ekki með. George Monbiot skrifar grein um þetta í Guardian. Vísindamenn eru hættir að vera ósammála um nauðsyn aðgerða. Nú staðfesta þeir, að bókunin gangi ekki nógu langt og herða verði aðgerðir til varnar gegn stórflóðum, ofsaveðri og öðrum hamförum.